Kólumkilli eða sveppasúpa Kári Stefánsson skrifar 5. september 2017 07:00 Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar