Kólumkilli eða sveppasúpa Kári Stefánsson skrifar 5. september 2017 07:00 Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar