Leiðtogar ESB standa við Íranssamninginn óháð því sem Trump gerir Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 14:33 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, slógu á létta strengi við upphaf leiðtogafundar ESB í Brussel í dag. Vísir/AFP Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00
Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44
Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36
Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52