Alvöru kosningaeftirlit Björn Leví Gunnarsson skrifar 19. október 2017 09:15 Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun