Leggjum metnað í menntun Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. október 2017 15:45 Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar