Leggjum metnað í menntun Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. október 2017 15:45 Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það vita allir hversu mikilvægt menntakerfið er. Þá á ég við allt menntakerfið, ekki bara bóknámið heldur líka verk- og listgreinar, rannsóknir, kennslu og stuðningsnet nemenda - hvort sem það er hjá fjölskyldu eða LÍN. Það ættu líka allir að vita hversu mikið mikilvægara menntakerfið verður í framtíðinni. Við sjáum fram á gríðarlegar samfélagsbreytingar sem tengjast tækninýjungum í sjálfvirkni, gervigreind, matvælaframleiðslu, erfðavísindum, orkuframleiðslu, orkugeymslu og mörgu fleira. Menntakerfið sjálft liggur meira að segja undir í þeirri þróun sem fram undan er. Nú liggur á að leggja línurnar og taka stefnuna á framtíðina en ekki páfagaukalærdóm gærdagsins. Við verðum að fá menntakerfi þar sem við styrkjum námsmenn í námi. Fyrstu skrefin út í lífið eiga ekki að vera skuldum hlaðin. Við þurfum menntakerfi sem tryggir öllum aðgang án tillits til búsetu eða aldurs, allt frá leikskóla til háskóla og endurmenntunar. Vegna þess að í framtíðinni þá verðum við alltaf að læra. Dagarnir þar sem það sem þú lærðir á unga aldri er lítið breytt til æviloka eru liðnir. Þetta á við um allt milli vísindalegrar þekkingar og hvað telst siðferðislega rétt. Við erum lítil þjóð í stóru landi. Það er erfitt að halda uppi menntakerfi fyrir alla, alltaf. En við verðum að gera það. Afleiðingarnar af því að spara eða úthýsa eru einfaldlega of slæmar og koma niður á okkur öllum. Það er nefnilega erfitt að heltast úr lestinni og sjá alla aðra taka fram úr og skilja okkur eftir. Það tekur tíma að byggja sig upp úr slíkri stöðu og ná hinum. Það er sorglegt að segja en við erum ekki langt frá því að vera í þeirri stöðu; það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur, tungumálið stendur höllum fæti í stafrænu umhverfi dagsins í dag, ungt fólk þarf að vinna með námi. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við verðum að leggja metnað í menntun. Komum upp eða eflum fræðaskóla, verkmenntaskóla og listgreinaskóla á bæði framhalds- og háskólastigi. Tryggjum dreifnám út um allt land. Setjum markið hærra en bara meðaltal þjóða. Tölvuvæðum íslenskuna okkar og tryggjum henni eilíft líf, kostnaðurinn við að gera íslenskuna ódauðlega er enginn miðað við ágóðann. Píratar styðja menntun fyrir alla, alltaf. Menntun er lykillinn að framtíðinni.Höfundur er þingmaður Pírata, skipar 2. sæti í Reykjavík suður.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun