„Góða fólkið“ Logi Einarsson skrifar 26. október 2017 07:00 Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Logi Einarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun