Samstaða foreldra aldrei mikilvægari Bryndís Jónsdóttir skrifar 24. október 2017 07:00 Fréttir af íslenska módelinu fara nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hvernig tókst Íslendingum að minnka umtalsverða unglingadrykkju niður í nánast ekki neitt á nokkrum árum? Íslenskir skólastjórar fara til Singapore til að fræðast um það hvernig börn í Singapore ná svona góðum árangri á PISA-prófinu en fjölmiðlar frá Singapore koma til Íslands til að fræðast um öflugt forvarnastarf á Íslandi og íslenska módelið.Hvað er íslenska módelið? Íslenska módelið snýst um að ná til og virkja aðila í nærumhverfi barna. Foreldrar, skólar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og aðrir sem vinna með eða að hagsmunum barna taka höndum saman til að stuðla að því að börn og ungmenni noti tíma sinn á uppbyggilegan hátt, í þeim tilgangi að draga úr áfengis- og/eða vímuefnanotkun. Árangurinn sem náðist var engin tilviljun. Samstillt átak allra þessara aðila, aukin tækifæri barna- og ungmenna til tómstundaiðkunar og viðhorfsbreyting hjá foreldrum, allt þetta skipti verulegu máli. Aðgerðir voru byggðar á rannsóknum og vegna smæðar þjóðfélagsins gekk hratt fyrir sig að taka stöðuna, taka ákvörðun um aðgerðir og mæla síðan árangurinn. Áfengisneysla hefur haldist nokkuð stöðugt lág en ýmsar aðrar hættur steðja að börnum og ungmennum í dag. Aukinn kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna er áhyggjuefni og einnig má nefna skort á svefni, ofnotkun á tölvuleikjum og hömluleysi á samfélagsmiðlum.Forvarnastarfi lýkur aldrei Foreldrar í dag mega ekki sofna á verðinum og halda að gott ástand í forvarnamálum vegna íslenska módelsins vari að eilífu. Forvarnir eru eilífðarverkefni og nú sem aldrei fyrr er ástæða fyrir foreldra til að taka höndum saman og halda utan um börnin, bæði sín eigin og börnin í þeirra nærsamfélagi, bekknum, íþróttafélaginu og tómstundastarfinu. Samstilltir foreldrar geta haft úrslitaáhrif þegar kemur að forvarnastarfi og því höfum við hjá Heimili og skóla lagt áherslu á að hvetja foreldra í bekkjum og árgöngum til samstarfs og samtals um uppeldisleg gildi og sameiginlegar reglur.Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla hentar vel til þess að fá foreldra grunnskólabarna til að ræða saman. Hann er til í þremur útgáfum fyrir mismunandi aldur og tekur á málum eins og útivistartíma, einelti og samskiptum, aðgengi að efni á netinu, bekkjaranda, þátttöku foreldra, náminu, eftirlitslausum samkvæmum, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svefni og næringu, allt í samræmi við aldur og þroska nemenda. Foreldrasáttmálann er best að leggja fyrir í bekk eða árgangi á fundi foreldra þar sem sáttmálinn er ræddur og foreldrar skrifa síðan undir samþykki um að fara eftir þeim reglum sem þeir verða ásáttir um. Hægt er að nálgast veggspjöld með sáttmálanum á skrifstofu Heimilis og skóla, ásamt ítarefni, án endurgjalds og einnig er hægt að prenta hann út af heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Sáttmálinn er á íslensku en er fáanlegur á pólsku á heimasíðunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fréttir af íslenska módelinu fara nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hvernig tókst Íslendingum að minnka umtalsverða unglingadrykkju niður í nánast ekki neitt á nokkrum árum? Íslenskir skólastjórar fara til Singapore til að fræðast um það hvernig börn í Singapore ná svona góðum árangri á PISA-prófinu en fjölmiðlar frá Singapore koma til Íslands til að fræðast um öflugt forvarnastarf á Íslandi og íslenska módelið.Hvað er íslenska módelið? Íslenska módelið snýst um að ná til og virkja aðila í nærumhverfi barna. Foreldrar, skólar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og aðrir sem vinna með eða að hagsmunum barna taka höndum saman til að stuðla að því að börn og ungmenni noti tíma sinn á uppbyggilegan hátt, í þeim tilgangi að draga úr áfengis- og/eða vímuefnanotkun. Árangurinn sem náðist var engin tilviljun. Samstillt átak allra þessara aðila, aukin tækifæri barna- og ungmenna til tómstundaiðkunar og viðhorfsbreyting hjá foreldrum, allt þetta skipti verulegu máli. Aðgerðir voru byggðar á rannsóknum og vegna smæðar þjóðfélagsins gekk hratt fyrir sig að taka stöðuna, taka ákvörðun um aðgerðir og mæla síðan árangurinn. Áfengisneysla hefur haldist nokkuð stöðugt lág en ýmsar aðrar hættur steðja að börnum og ungmennum í dag. Aukinn kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna er áhyggjuefni og einnig má nefna skort á svefni, ofnotkun á tölvuleikjum og hömluleysi á samfélagsmiðlum.Forvarnastarfi lýkur aldrei Foreldrar í dag mega ekki sofna á verðinum og halda að gott ástand í forvarnamálum vegna íslenska módelsins vari að eilífu. Forvarnir eru eilífðarverkefni og nú sem aldrei fyrr er ástæða fyrir foreldra til að taka höndum saman og halda utan um börnin, bæði sín eigin og börnin í þeirra nærsamfélagi, bekknum, íþróttafélaginu og tómstundastarfinu. Samstilltir foreldrar geta haft úrslitaáhrif þegar kemur að forvarnastarfi og því höfum við hjá Heimili og skóla lagt áherslu á að hvetja foreldra í bekkjum og árgöngum til samstarfs og samtals um uppeldisleg gildi og sameiginlegar reglur.Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla hentar vel til þess að fá foreldra grunnskólabarna til að ræða saman. Hann er til í þremur útgáfum fyrir mismunandi aldur og tekur á málum eins og útivistartíma, einelti og samskiptum, aðgengi að efni á netinu, bekkjaranda, þátttöku foreldra, náminu, eftirlitslausum samkvæmum, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svefni og næringu, allt í samræmi við aldur og þroska nemenda. Foreldrasáttmálann er best að leggja fyrir í bekk eða árgangi á fundi foreldra þar sem sáttmálinn er ræddur og foreldrar skrifa síðan undir samþykki um að fara eftir þeim reglum sem þeir verða ásáttir um. Hægt er að nálgast veggspjöld með sáttmálanum á skrifstofu Heimilis og skóla, ásamt ítarefni, án endurgjalds og einnig er hægt að prenta hann út af heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Sáttmálinn er á íslensku en er fáanlegur á pólsku á heimasíðunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun