Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 12:14 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra en hætti þegar ásakanir um óeðlilegar greiðslur frá aðilum tengdum Rússum komu fram. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45
Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57