Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. nóvember 2017 15:06 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent