Telja viku eftir af viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Formenn flokkanna gera nú hlé á viðræðum vegna fundarhalda í miðstjórn Framsóknarflokksins. Vísir/eyþór „Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
„Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira