Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir mætti glaðbeitt til fundar í Ráðherrabústaðinn í gær. Vísir/eyþór Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira