Uppfærsla á glæpaforriti Davíð Bergmann skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Bergmann Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun