Launakostnaður á Alþingi aldrei hærri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. desember 2017 06:00 Formenn stjórnmálaflokkanna eftir kosningarnar haustið 2017. Vísir/Anton „Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira