Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Anton Egilsson skrifar 27. desember 2017 12:36 Sævar Helgi Bragason. Visir/Eyþór Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira