Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. desember 2017 06:07 Sigríður Á. Andersen braut lög að mati Hæstaréttar. VÍSIR/ANTON BRINK Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. Hæfnisnefnd mat Jón sem einn af 15 hæfustu umsækjendum en dómsmálaráðherra sniðgekk fjórar tillögur nefndarinnar. Jón var ein þeirra.Ríkisútvarpið greindi frá bréfinu í gærkvöldi en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á þriðjudag braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. Íslenska ríkinu var gert að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómaranna en þeir voru ásamt Jóni meðal þeirra sniðgengnu. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraÍslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson einnig að sækja ríkið til saka þar sem hann telji „ótvírætt að hann eigi kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu,“ eins og það er orðað á vef Ríkisútvarpsins.Þar segir jafnframt að Jón telji tjónið nema mismun launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefjist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í 9 ár.Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag að laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót verði um 1,7 milljónir króna á mánuði. Héraðsdómarar fá í dag um 1,4 milljónir á mánuði og nemur þessi 300 þúsund króna munur í 9 ár því samtals 32,4 milljónum. Að sögn Ríkisútvarpsins liggur þó nákvæm upphæð kröfunnar ekki fyrir en Jón fer jafnframt fram á miskabætur og að lögmannskostnaður hans verði greiddur. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. Hæfnisnefnd mat Jón sem einn af 15 hæfustu umsækjendum en dómsmálaráðherra sniðgekk fjórar tillögur nefndarinnar. Jón var ein þeirra.Ríkisútvarpið greindi frá bréfinu í gærkvöldi en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á þriðjudag braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. Íslenska ríkinu var gert að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómaranna en þeir voru ásamt Jóni meðal þeirra sniðgengnu. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraÍslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson einnig að sækja ríkið til saka þar sem hann telji „ótvírætt að hann eigi kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu,“ eins og það er orðað á vef Ríkisútvarpsins.Þar segir jafnframt að Jón telji tjónið nema mismun launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefjist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í 9 ár.Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag að laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót verði um 1,7 milljónir króna á mánuði. Héraðsdómarar fá í dag um 1,4 milljónir á mánuði og nemur þessi 300 þúsund króna munur í 9 ár því samtals 32,4 milljónum. Að sögn Ríkisútvarpsins liggur þó nákvæm upphæð kröfunnar ekki fyrir en Jón fer jafnframt fram á miskabætur og að lögmannskostnaður hans verði greiddur.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42