Guðni hvetur til flugeldakaupa Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 22:46 Guðni keypti greinilega hóflega mikið af flugeldum í ár og styrkti þannig björgunarsveitirnar. Hann vill að fólk láti það ógert að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Facebook/Jakob Guðnason „Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“ Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“
Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36