Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2018 19:31 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira