Varaformaður VG vill að Sigríður segi af sér Hersir Aron Ólafsson skrifar 27. janúar 2018 20:30 Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46