Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 19:15 Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46