Erlent

Síðasta myndin af Stjörnumanni Elon Musk

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjörnumaðurinn á leiðinni frá jörðinni.
Stjörnumaðurinn á leiðinni frá jörðinni. Instagram/Elon Musk
Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, hefur birt síðustu myndina sem náðist af Stjörnumanninum svokallaða. Hann þeysist nú um geiminn á rauðum sportbíl sem Musk sjálfur átti eftir að hafa verið skotið út í geim í gær.

Myndavélum var komið fyrir á bílnum og var sýnt frá þeim í beinni útsendingu í gærkvöldi og í nótt þar sem bíllinn var á sporbraut um jörðina. Í nótt var bíllinn svo sendur í átt að mars.

Síðasti bruninn misheppnaðist þó og stefnir Stjörnumaðurinn á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters.

Sjá einnig: Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið

Engum sólarrafhlöðum var þó komið fyrir á bílnum svo myndavélarnar eru nú rafmagnslausar.

 
Last pic of Starman in Roadster enroute to Mars orbit and then the Asteroid Belt

A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on Feb 7, 2018 at 2:00pm PST

Búningurinn sem Stjörnumaðurinn er i er í raun alvöru geimbúningur sem geimfarar NASA munu klæðast þegar SpaceX mun senda þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. SpaceX hefur lengi unnið að þróun þessa geimbúnings og Musk staðfesti við blaðamenn í gær að þetta væri sá búningur.

„Þetta er hættuleg ferð og þá viltu líta vel út,“ sagði Musk einnig. „Það er auðvelt að búa til ljótan geimbúning sem virkar en það er mjög erfitt að búa til geimbúning sem virkar og lítur vel út.“

Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um geimfarið sem SpaceX mun nota hér.

Musk birti einnig á Instagram í gærkvöld mynd af prentplötu í bílnum sem búið var að skrifa á: „Framleitt á jörðinni af mönnum“.

 
Printed on the circuit board of a car in deep space

A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on Feb 6, 2018 at 2:40pm PST


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×