Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 11:45 Gínan sem situr við stýri Tesla Roadster-bílsins hefur hlotið nafnið Stjörnumaðurinn eftir lagi Davids Bowie. Vísir/AFP Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan. Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan.
Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45