Óttast að Trump ljúgi að rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:05 Bandamenn og lögmenn Trump hafa varað hann við því að ræða við Mueller rannsakanda. Vísir/Getty Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25