Umferðarlagabrot gæti skekið dómskerfið á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2018 08:00 Jón Kristinsson bauð íslenska dómskerfinu byrginn um miðjan níunda áratuginn. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á réttarfarslöggjöfinni. Fréttablaðið/Gk Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03