Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Silfraði bjargvætturinn? Laxeldið virðist gera Vestfirði aftur ákjósanlega til búsetu. Fjölgun þar er meiri en meðaltal á landinu síðustu 5 ár. Vísir/Aron Ingi Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“ Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“
Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00