Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2018 13:30 Bergþór segir druslutal Ásmundar staðlausa stafi, fráleitt, úti í móta, tilhæfulaust með öllu. Hann er ekki sáttur. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44