Falleinkunn Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar