Háþróað og ómannað loftfar í gagnið í sumar Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Dróninn er lítill og því getur hann safnað upplýsingum án þess að nokkur á jörðu niðri verði hans var. Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent