Fasta Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun