Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2018 19:45 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík: Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík:
Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59