600 þúsund krónur í aksturskostnað í janúarmánuði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2018 18:46 Ásmundur Friðriksson Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. Upplýsingar um breytilegar kostnaðargreiðslur til þingmanna birtust í dag á vef Alþingis. Ferðakostnaður ráðherra er ekki birtur á vef Alþingis en slíkur kostnaður er greiddur af viðkomandi ráðuneyti. Þar segir að einhverjir reikningar fyrir útgjöld síðari hluta árs 2017 kunni að hafa borist í janúar 2018 og ef svo sé bókist þeir á þann mánuð. Sjálfur segir Ásmundur á Facebook að kostnaður sinn vegna janúar hafi verið um 200 þúsund krónur. 400 þúsund krónurnar séu því ógreiddir reikningar fyrir akstur árið 2017.6.182 kílómetrar Ofan á tæpar 600 þúsund krónur fyrir ferðir á eigin bíl fékk Ásmundur 119.961 krónu í dagpeninga og 173.920 krónur vegna flugferða vegna ferðakostnaðar utan lands. Alls fékk Ásmundur því tæpar 900 þúsund krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Alþingismenn fá greiddar um 97 krónur fyrir hvern kílómetra og samkvæmt því hefur Ásmundur keyrt 6.182,68 kílómetra í janúar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk 472.340 krónur endurgreiddar vegna ferða á eigin bíl í janúar. Þá fékk hún samtals 164783 krónur vegna ferðakostnaðar utanlands.Í samtali við Fréttablaðið segist Oddný hafa kvartað undan þeim upplýsingum sem koma þar fram við skrifstofu Alþingis vegna þess að hún hafi ekki rukkað fyrir akstur það sem af er ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fékk alls 354.144 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar innanlands í janúar, 293.886 krónur vegna flugferða og 60.258 krónur vegna bílaleigubíla. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk einnig töluverða upphæð endurgreidda vegna ferða á eigin bíl í janúar, eða 248.160 krónur. Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Haraldar og Ásmundar fékk 207.570 krónur í janúar fyrir ferðir á eigin bíl. Vilhjálmur er einn þeirra sem fékk hvað mest endurgreitt vegna aksturskostnaðar á síðasta ári, eða 2.457.234 krónur. Sá eini sem fékk meira en Vilhjálmur var Ásmundur, með 4.627.144 krónur. Kostnaðargreiðslur verða framvegis birtar 25. hvers mánaðar fyrir undangenginn mánuð. Fyrirhugað er að birta sem allra fyrst upplýsingar um kostnaðargreiðslur um áratug aftur í tímann og verður miðað við birtingu frá alþingiskosningum 2007.Ekki náðist í Ásmund Friðriksson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:34 eftir að Ásmundur sagðist hafa fengið 200 þúsund krónur fyrir janúar. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk greiddar 599.720 krónur vegna ferða á eigin bíl fyrir janúar á þessu ári. Upplýsingar um breytilegar kostnaðargreiðslur til þingmanna birtust í dag á vef Alþingis. Ferðakostnaður ráðherra er ekki birtur á vef Alþingis en slíkur kostnaður er greiddur af viðkomandi ráðuneyti. Þar segir að einhverjir reikningar fyrir útgjöld síðari hluta árs 2017 kunni að hafa borist í janúar 2018 og ef svo sé bókist þeir á þann mánuð. Sjálfur segir Ásmundur á Facebook að kostnaður sinn vegna janúar hafi verið um 200 þúsund krónur. 400 þúsund krónurnar séu því ógreiddir reikningar fyrir akstur árið 2017.6.182 kílómetrar Ofan á tæpar 600 þúsund krónur fyrir ferðir á eigin bíl fékk Ásmundur 119.961 krónu í dagpeninga og 173.920 krónur vegna flugferða vegna ferðakostnaðar utan lands. Alls fékk Ásmundur því tæpar 900 þúsund krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar. Alþingismenn fá greiddar um 97 krónur fyrir hvern kílómetra og samkvæmt því hefur Ásmundur keyrt 6.182,68 kílómetra í janúar. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fékk 472.340 krónur endurgreiddar vegna ferða á eigin bíl í janúar. Þá fékk hún samtals 164783 krónur vegna ferðakostnaðar utanlands.Í samtali við Fréttablaðið segist Oddný hafa kvartað undan þeim upplýsingum sem koma þar fram við skrifstofu Alþingis vegna þess að hún hafi ekki rukkað fyrir akstur það sem af er ári. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fékk alls 354.144 krónur endurgreiddar vegna ferðakostnaðar innanlands í janúar, 293.886 krónur vegna flugferða og 60.258 krónur vegna bílaleigubíla. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk einnig töluverða upphæð endurgreidda vegna ferða á eigin bíl í janúar, eða 248.160 krónur. Vilhjálmur Árnason, flokksbróðir Haraldar og Ásmundar fékk 207.570 krónur í janúar fyrir ferðir á eigin bíl. Vilhjálmur er einn þeirra sem fékk hvað mest endurgreitt vegna aksturskostnaðar á síðasta ári, eða 2.457.234 krónur. Sá eini sem fékk meira en Vilhjálmur var Ásmundur, með 4.627.144 krónur. Kostnaðargreiðslur verða framvegis birtar 25. hvers mánaðar fyrir undangenginn mánuð. Fyrirhugað er að birta sem allra fyrst upplýsingar um kostnaðargreiðslur um áratug aftur í tímann og verður miðað við birtingu frá alþingiskosningum 2007.Ekki náðist í Ásmund Friðriksson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:34 eftir að Ásmundur sagðist hafa fengið 200 þúsund krónur fyrir janúar.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00