Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 16:52 Oleg Deripaska með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Fylgdarkonan segist hafa verið á snekkju Deripaska þegar aðstoðarforsætisráðherra Rússlands var með honum. Vísir/AFP Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27