Lýðræðisveisla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:42 Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun