Í vikunni barst mér bréf Guðmundur Steingrímsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Í vikunni bárust mér eins og öðrum Íslendingum sem eru fæddir árið 1972 boð frá yfirvöldum um að koma í samræmd próf í lok þessa mánaðar. Auðvitað hef ég búist við þessu bréfi. Þetta er fastur liður í samfélaginu. Allir þurfa að taka þessi próf með reglulegu millibili. Nú er ekkert annað að gera en að setjast niður og opna bækurnar. Kaupa fullt af nammi og læra fram á nótt. Prófað verður í íslensku, ensku og stærðfræði. Það er svolítið óljóst af hverju þessi próf eru lögð fyrir fólk. Það hefur í sjálfu sér ekkert verið rætt. Fólk bara tekur þau. Ég er svolítið kvíðinn. Sumir segja að niðurstaðan hafi áhrif á það hvernig manni gengur í lífinu. Ef maður stendur sig vel getur maður búist við því að fá hærri laun. Ef maður stendur sig ekki vel, þá er dregið af manni í launum. Ef maður fellur getur maður gleymt þessu. Aðrir segja að þetta skipti engu máli.Hinn fullkomni fáránleiki Þetta er að sjálfsögðu uppspuni. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvað væri fáránlegt í þessu dæmi. Til að mynda þetta: Ég vona að sem flestir sjái hversu asnalegt það væri að leggja svona mælikvarða á hæfileika fólks, með tilheyrandi brölti og tilkostnaði. Einstaklingur með slaka málvitund, sem les lítið og er illa skrifandi, getur verið mesti snillingur sem landið á í hugbúnaðargerð. Manneskja sem ekki getur diffrað (flestir) getur verið landsins besti bakari. Einhver sem ekki kann fullkomna ensku er mögulega okkar mesta aflakló á sjó. Samræmdur mælikvarði á getu fólks í fjölbreyttu, lifandi samfélagi er fullkomlega – og ég segi það aftur – fullkomlega fáránleg hugmynd. Hún er absúrd.En gerum þetta samt við börnin Einhvern tímann í sólkerfi langt, langt í burtu ákvað einhver, einhvern tímann, að það væri samt svolítið snjallt að gera svona við börnin okkar. „Dembum á börnin svona samræmdu dóti,“ sagði Zorglub á plánetunni Ráðuneyti. „Látum þau fá kvíðakast og enginn veit almennilega til hvers! Múhahaha!“ Í alvöru. Hver ákvað þetta? Hvenær? Hver var pælingin? Aftur hið augljósa: Allir vita hvað börn og unglingar eru mismunandi. Hæfileikar þeirra, rétt eins og í tilviki fullorðinna, liggja á alls konar ólíkum sviðum. Kennarar eru með börnunum okkar hálfan daginn nánast allan ársins hring í meira en áratug. Ég myndi segja að við ættum að líta svo á að hlutverk kennaranna sé einmitt þetta: Að hjálpa börnunum okkar á mótunarskeiði lífsins að finna hæfileika sína og rækta þá. Ef skólakerfið gerir þetta ekki, þá ættum við að sleppa því að hafa skólakerfi.Enginn pípari án Laxness Samræmd próf hafa engu við þetta göfuga markmið að bæta. Og hin samræmda meinloka um samræmda þekkingu er allt um lykjandi. Eitthvað það dapurlegasta sem maður sér í nútímasamfélagi er ung manneskja sem ekki fær að mennta sig í því sem hún hefur áhuga á vegna þess að hún hefur ekki ennþá lesið bók eftir Laxness og tekið íslenskupróf í henni. Það er engin tilviljun að ég nefni þetta dæmi, sem er raunverulegt. Það situr í mér. Djókið er allt á kostnað unga fólksins. Allir vita að Laxness skeytti engu um próf og skrifaði sérviskulega íslensku. Hann fékk samt Nóbelsverðlaunin. Hið magnaða er að einhverri stofnun hefur tekist að gera bækur eftir Laxness að hindrun, þegar þær ættu einmitt frekar að vera fyrirmynd og löngu tímabær áminning um þetta: Hættum að trolla únga fólkið. Hjálpum því heldur að blómstra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust mér eins og öðrum Íslendingum sem eru fæddir árið 1972 boð frá yfirvöldum um að koma í samræmd próf í lok þessa mánaðar. Auðvitað hef ég búist við þessu bréfi. Þetta er fastur liður í samfélaginu. Allir þurfa að taka þessi próf með reglulegu millibili. Nú er ekkert annað að gera en að setjast niður og opna bækurnar. Kaupa fullt af nammi og læra fram á nótt. Prófað verður í íslensku, ensku og stærðfræði. Það er svolítið óljóst af hverju þessi próf eru lögð fyrir fólk. Það hefur í sjálfu sér ekkert verið rætt. Fólk bara tekur þau. Ég er svolítið kvíðinn. Sumir segja að niðurstaðan hafi áhrif á það hvernig manni gengur í lífinu. Ef maður stendur sig vel getur maður búist við því að fá hærri laun. Ef maður stendur sig ekki vel, þá er dregið af manni í launum. Ef maður fellur getur maður gleymt þessu. Aðrir segja að þetta skipti engu máli.Hinn fullkomni fáránleiki Þetta er að sjálfsögðu uppspuni. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvað væri fáránlegt í þessu dæmi. Til að mynda þetta: Ég vona að sem flestir sjái hversu asnalegt það væri að leggja svona mælikvarða á hæfileika fólks, með tilheyrandi brölti og tilkostnaði. Einstaklingur með slaka málvitund, sem les lítið og er illa skrifandi, getur verið mesti snillingur sem landið á í hugbúnaðargerð. Manneskja sem ekki getur diffrað (flestir) getur verið landsins besti bakari. Einhver sem ekki kann fullkomna ensku er mögulega okkar mesta aflakló á sjó. Samræmdur mælikvarði á getu fólks í fjölbreyttu, lifandi samfélagi er fullkomlega – og ég segi það aftur – fullkomlega fáránleg hugmynd. Hún er absúrd.En gerum þetta samt við börnin Einhvern tímann í sólkerfi langt, langt í burtu ákvað einhver, einhvern tímann, að það væri samt svolítið snjallt að gera svona við börnin okkar. „Dembum á börnin svona samræmdu dóti,“ sagði Zorglub á plánetunni Ráðuneyti. „Látum þau fá kvíðakast og enginn veit almennilega til hvers! Múhahaha!“ Í alvöru. Hver ákvað þetta? Hvenær? Hver var pælingin? Aftur hið augljósa: Allir vita hvað börn og unglingar eru mismunandi. Hæfileikar þeirra, rétt eins og í tilviki fullorðinna, liggja á alls konar ólíkum sviðum. Kennarar eru með börnunum okkar hálfan daginn nánast allan ársins hring í meira en áratug. Ég myndi segja að við ættum að líta svo á að hlutverk kennaranna sé einmitt þetta: Að hjálpa börnunum okkar á mótunarskeiði lífsins að finna hæfileika sína og rækta þá. Ef skólakerfið gerir þetta ekki, þá ættum við að sleppa því að hafa skólakerfi.Enginn pípari án Laxness Samræmd próf hafa engu við þetta göfuga markmið að bæta. Og hin samræmda meinloka um samræmda þekkingu er allt um lykjandi. Eitthvað það dapurlegasta sem maður sér í nútímasamfélagi er ung manneskja sem ekki fær að mennta sig í því sem hún hefur áhuga á vegna þess að hún hefur ekki ennþá lesið bók eftir Laxness og tekið íslenskupróf í henni. Það er engin tilviljun að ég nefni þetta dæmi, sem er raunverulegt. Það situr í mér. Djókið er allt á kostnað unga fólksins. Allir vita að Laxness skeytti engu um próf og skrifaði sérviskulega íslensku. Hann fékk samt Nóbelsverðlaunin. Hið magnaða er að einhverri stofnun hefur tekist að gera bækur eftir Laxness að hindrun, þegar þær ættu einmitt frekar að vera fyrirmynd og löngu tímabær áminning um þetta: Hættum að trolla únga fólkið. Hjálpum því heldur að blómstra.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun