Innantóm kosningaloforð Líf Magneudóttir skrifar 16. apríl 2018 12:03 Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar