Flokkar eru til óþurftar Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kosningar 2018 Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun