Trump ætlar að náða meintan lekara á sama tíma og hann sakar Comey um leka Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 16:49 Libby var talinn hafa verið að verja yfirmann sinn Cheney þegar hann laug að saksóknurum um leka á nafni leyniþjónustukonu. Vísir/AFP Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti náði starfsmannastjóra fyrrverandi varaforseta sem var sakaður um að hafa lekið nafni leyniþjónustukonu og dæmdur fyrir meinsæri og lygar árið 2007. Á sama tíma sakar forsetinn fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI um að leka trúnaðarupplýsingum. Fréttirnar um væntanlega náðun Trump á Scooter Libby, starfsmannastjóra Dick Cheney, varaforseta George W. Bush, komu flestum að óvörum í dag. Libby var sakfelldur fyrir meinsæri, hindrun á framgangi réttvísinnar og fyrir að ljúga að alríkislögreglunni í tengslum við rannsókn á því hver lak nafni Valerie Plame, leyniþjónustukonu CIA, árið 2003. Lekinn á nafni Plame var talin hefnd í garð eiginmanns hennar, Joseph Wilson, fyrrverandi erindreka Bandaríkjastjórnar, sem hafði gagnrýnt Cheney fyrir að hunsa vísbendingar sem vefengdu gereyðingarvopnaeign Íraksstjórnar í grein í New York Times árið 2003. Libby var ekki ákærður fyrir sjálfan lekann. Sjálfur fullyrti hann að ætlun hans hafi aldrei verið að ljúga að yfirvöldum heldur hefði hann aðeins munað atburði öðruvísi en önnur vitni. Átta önnur vitni, þar á meðal embættismenn Bush-stjórnarinnar, báru vitni sem stangaðist á við framburð Libby. Bush mildaði 30 mánaða fangelsisdóm yfir Libby árið 2007 þannig að hann slapp við að sitja inni en neitaði honum um fulla náðun þrátt fyrir eindregnar óskir Cheney, að sögn New York Times. Málið er sagt hafa eyðilagt samband Bush og Cheney.Það féll í skaut James Comey að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka lekann eftir að John Ashcroft, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan.Vísir/AFPComey skipaði sérstaka saksóknarann Mál Libby hefur óbeina tengingu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem Trump réðst harkalega að á Twitter í dag. Æviminnigabók Comey er væntanlega á þriðjudag og hafa fjölmiðlar birt hluta af harðri gagnrýni hans á forsetann í dag. Trump tísti um að Comey væri „lekari og lygari“ og kallaði hann „óþokka“. Comey skipaði sérstakan saksóknara sem rannsakaði lekann á nafni Plame á sínum tíma en Comey var þá aðstoðardómsmálaráðherra. Ýmsir repúblikanar hafa talið Libby fórnarlamb saksóknarans sem hafi farið fram með offorsi. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, endurtók það þegar fréttamenn spurðu hana í dag. Conway neitaði því þó að náðun Libby þýddi að Trump ætlaði sér að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Mueller var skipaður eftir að Trump rak Comey í maí í fyrra vegna Rússarannsóknarinnar. Hún vildi heldur ekki staðfesta að Trump ætlaði sér að náða Libby.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45