Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í dag. Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér." Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér."
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira