Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2018 08:17 Michael Cohen hefur verið persónulegur lögmaður Donald Trump til langs tíma. Vísir/AP Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira