Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 Ungir háskólanemar í ævintýraleit eru skotmörk ferðaþjónustufyrirtækja sem greiða þeim laun langt undir taxta. Fréttablaðið/Ernir Með frumvarpi ferðamálaherra um Ferðamálastofu er gríðarlegur aðstöðumunur milli íslenskra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hérlendis festur í sessi og áréttaður að mati ASÍ. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að ferðaþjónusta hér á landi verði leyfisskyld en eingöngu gagnvart fyrirtækjum sem skráð eru hér á landi. Samkeppnisstaða erlendra fyrirtækja er allt önnur og miklu betri en íslenskra fyrirtækja,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja segja augljós tengsl milli samdráttar í bókunum hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsemi erlendra fyrirtækja sem í mörgum tilvikum greiði hvorki skatta né gjöld hér á landi, stundi undirboð á vinnumarkaði og hafi hvorki leyfi né réttindi. Halldór segir þessa starfsemi skapa augljósan aðstöðumun gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem greiði laun samkvæmt samningum, og skatta og gjöld. Halldór bendir á annað frumvarp sem bíði afgreiðslu þingsins um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja. „Í því frumvarpi er lagt til að starfsmenn þessara fyrirtækja verði skilgreindir sem verandi á íslenskum vinnumarkaði, sem skiptir miklu máli því þá getum við sagt að þeir eigi, frá fyrsta degi, að njóta sömu starfskjara og hér gilda,“ segir Halldór. Eftir sem áður muni þó verða erfitt að fylgja rétti þeirra eftir á meðan vinnuveitendur þeirra eru hvorki skráðir né leyfisskyldir.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ.Í samtölum Fréttablaðsins við fólk í ferðaþjónustu er fyrirtækið Backroads ítrekað nefnt, en um er að ræða stórt bandarískt fyrirtæki sem hefur selt ferðir til Íslands um nokkurra ára skeið og hefur tugi erlendra leiðsögumanna hér yfir sumartímann, flytur sína eigin bíla og bílstjóra til landsins, án þess að hafa tilskilin leyfi sem krafist er til hópferðaflutninga. „Fyrirtækið Backroads rak á fjörur okkar eftir að bandarísk stúlka, sem er búsett hér á landi, fór á fund sem þeir boðuðu til og var auglýstur í Grapevine. Á fundinum fékk hún minnisblað með launakjörum upp á 65 evrur fyrir dagsferðir og 540 evrur fyrir 6 daga ferðir, án yfirvinnu en með góðri von um þjórfé,“ segir Halldór. 65 evrur eru 7.900 krónur. Fyrirtækið er meðal nokkurra erlendra fyrirtækja sem nefnd eru í minnisblaði sem fylgir umsögn ASÍ til Alþingis um fyrrnefnt frumvarp um Ferðamálastofu. Þau eiga það sammerkt að vera hvorki skráð hér á landi né starfsmenn þeirra sem gjarnan eru ungir háskólanemar í ævintýraleit og fá einhverjar greiðslur en alls ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga og þurfa að miklu leyti að reiða sig á þjórfé. Önnur fyrirtæki í minnisblaði ASÍ eru franska fyrirtækið Iceland 66 nord sem Halldór segir nánast hafa þurrkað upp frönskumælandi hópferðamarkaðinn hér, svissneska fyrirtækið Geko Expeditions sem sérhæfir sig í „self-drive“ utanvegaakstri í Vatnajökulsþjóðgarði, en á vef fyrirtækisins má sjá myndband sem sýnir akstur á ómerktum slóðum, og að lokum spænska fyrirtækið Tierras Polares sem ræður sína starfsmenn, unga háskólanema, í gegnum Vinnumálastofnun spænska ríkisins. „Það er ekki nóg með að leiðsögumenn þeirra séu á skítakaupi, heldur fær fyrirtækið launin niðurgreidd af spænska ríkinu,“ segir Halldór. Hann segir ASÍ alls ekki vilja leggja til að erlendum fyrirtækjum verði bannað að veita þjónustu hér á landi en þau verði hins vegar að vera jafnsett íslenskum fyrirtækjum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Með frumvarpi ferðamálaherra um Ferðamálastofu er gríðarlegur aðstöðumunur milli íslenskra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hérlendis festur í sessi og áréttaður að mati ASÍ. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að ferðaþjónusta hér á landi verði leyfisskyld en eingöngu gagnvart fyrirtækjum sem skráð eru hér á landi. Samkeppnisstaða erlendra fyrirtækja er allt önnur og miklu betri en íslenskra fyrirtækja,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja segja augljós tengsl milli samdráttar í bókunum hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsemi erlendra fyrirtækja sem í mörgum tilvikum greiði hvorki skatta né gjöld hér á landi, stundi undirboð á vinnumarkaði og hafi hvorki leyfi né réttindi. Halldór segir þessa starfsemi skapa augljósan aðstöðumun gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem greiði laun samkvæmt samningum, og skatta og gjöld. Halldór bendir á annað frumvarp sem bíði afgreiðslu þingsins um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja. „Í því frumvarpi er lagt til að starfsmenn þessara fyrirtækja verði skilgreindir sem verandi á íslenskum vinnumarkaði, sem skiptir miklu máli því þá getum við sagt að þeir eigi, frá fyrsta degi, að njóta sömu starfskjara og hér gilda,“ segir Halldór. Eftir sem áður muni þó verða erfitt að fylgja rétti þeirra eftir á meðan vinnuveitendur þeirra eru hvorki skráðir né leyfisskyldir.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ.Í samtölum Fréttablaðsins við fólk í ferðaþjónustu er fyrirtækið Backroads ítrekað nefnt, en um er að ræða stórt bandarískt fyrirtæki sem hefur selt ferðir til Íslands um nokkurra ára skeið og hefur tugi erlendra leiðsögumanna hér yfir sumartímann, flytur sína eigin bíla og bílstjóra til landsins, án þess að hafa tilskilin leyfi sem krafist er til hópferðaflutninga. „Fyrirtækið Backroads rak á fjörur okkar eftir að bandarísk stúlka, sem er búsett hér á landi, fór á fund sem þeir boðuðu til og var auglýstur í Grapevine. Á fundinum fékk hún minnisblað með launakjörum upp á 65 evrur fyrir dagsferðir og 540 evrur fyrir 6 daga ferðir, án yfirvinnu en með góðri von um þjórfé,“ segir Halldór. 65 evrur eru 7.900 krónur. Fyrirtækið er meðal nokkurra erlendra fyrirtækja sem nefnd eru í minnisblaði sem fylgir umsögn ASÍ til Alþingis um fyrrnefnt frumvarp um Ferðamálastofu. Þau eiga það sammerkt að vera hvorki skráð hér á landi né starfsmenn þeirra sem gjarnan eru ungir háskólanemar í ævintýraleit og fá einhverjar greiðslur en alls ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga og þurfa að miklu leyti að reiða sig á þjórfé. Önnur fyrirtæki í minnisblaði ASÍ eru franska fyrirtækið Iceland 66 nord sem Halldór segir nánast hafa þurrkað upp frönskumælandi hópferðamarkaðinn hér, svissneska fyrirtækið Geko Expeditions sem sérhæfir sig í „self-drive“ utanvegaakstri í Vatnajökulsþjóðgarði, en á vef fyrirtækisins má sjá myndband sem sýnir akstur á ómerktum slóðum, og að lokum spænska fyrirtækið Tierras Polares sem ræður sína starfsmenn, unga háskólanema, í gegnum Vinnumálastofnun spænska ríkisins. „Það er ekki nóg með að leiðsögumenn þeirra séu á skítakaupi, heldur fær fyrirtækið launin niðurgreidd af spænska ríkinu,“ segir Halldór. Hann segir ASÍ alls ekki vilja leggja til að erlendum fyrirtækjum verði bannað að veita þjónustu hér á landi en þau verði hins vegar að vera jafnsett íslenskum fyrirtækjum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30
Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33