Ótækt að setja kvóta á mannréttindi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2018 19:30 Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira