Gerum breytingar í Kópavogi Geir Þorsteinsson skrifar 21. maí 2018 22:46 Í komandi kosningum til bæjarstjórnar geta íbúar gert breytingar á skipan bæjarstjórnar með því að styðja framboð Miðflokksins. Breytingar eru nauðsynlegar til að leiða fram nýjar hugmyndir og framtíðarsýn sem skipar Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga á Íslandi. Miðflokkurinn ætlar að lækka álögur á íbúa, þannig að skattar í Kópavogi verði þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að lækka útsvarið í 13,5%, fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði um 20% og atvinnuhúsnæði um 10%. Við ætlum að lækka enn frekar fasteignagjöld á tekjulága örorku- og ellilífeyrisþega eins og heimild er fyrir. Þetta mun leiða til þess að íbúar halda eftir meiri hluta sinna tekna. Þetta er hægt þar sem skatttekjur bæjarins hafa aukist mikið vegna hærri tekna bæjarbúa og hærra fasteignamats. Nú er rétti tíminn til þess að leyfa bæjarbúum að njóta erfiðis síns og létta á þeim álögur. Skattar eiga að vera hóflegir og í takt við þörf og þróun hagkerfisins. Bæjarfélagið á að reka með hagkvæmni og skynsemi í fyrirrúmi. Ekki mun verða veruleg breyting á skatttekjum bæjarins í krónum talið á milli ára við þessar breytingar. Kakan hefur stækkað og þarf bæjarsjóður minni sneið af henni til að afla nægra tekna til reksturs. Það er stefna Miðflokksins að reka bæjarsjóð með hagnaði en ekki hagnaði upp á marga milljarða króna - krónur bæjarbúar sem betur eiga heima í vösum þeirra. Miðflokkurinn ætlar að forgangsraða í þágu fjölskyldna með ung börn, gera átak í málefnum leikskóla og dagforeldra til að börn komist í dagvistun við 1 árs aldur, niðurgreiða að fullu næringarríkar skólamáltíðir 6-12 ára barna og hækka frístundatyrk upp í 75 þús. kr. Miðflokkurinn mun reka ábyrga fjármálastefnu og gerir sér grein fyrir að kostnaðurinn við þessar aðgerðir verður hátt í milljarður króna á ári en bæjarfélagið hefur borð fyrir báru og getur samhliða þessu greitt niður langtímaskuldir þrátt fyrir minni álögur á bæjarbúa.Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum til bæjarstjórnar geta íbúar gert breytingar á skipan bæjarstjórnar með því að styðja framboð Miðflokksins. Breytingar eru nauðsynlegar til að leiða fram nýjar hugmyndir og framtíðarsýn sem skipar Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga á Íslandi. Miðflokkurinn ætlar að lækka álögur á íbúa, þannig að skattar í Kópavogi verði þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að lækka útsvarið í 13,5%, fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði um 20% og atvinnuhúsnæði um 10%. Við ætlum að lækka enn frekar fasteignagjöld á tekjulága örorku- og ellilífeyrisþega eins og heimild er fyrir. Þetta mun leiða til þess að íbúar halda eftir meiri hluta sinna tekna. Þetta er hægt þar sem skatttekjur bæjarins hafa aukist mikið vegna hærri tekna bæjarbúa og hærra fasteignamats. Nú er rétti tíminn til þess að leyfa bæjarbúum að njóta erfiðis síns og létta á þeim álögur. Skattar eiga að vera hóflegir og í takt við þörf og þróun hagkerfisins. Bæjarfélagið á að reka með hagkvæmni og skynsemi í fyrirrúmi. Ekki mun verða veruleg breyting á skatttekjum bæjarins í krónum talið á milli ára við þessar breytingar. Kakan hefur stækkað og þarf bæjarsjóður minni sneið af henni til að afla nægra tekna til reksturs. Það er stefna Miðflokksins að reka bæjarsjóð með hagnaði en ekki hagnaði upp á marga milljarða króna - krónur bæjarbúar sem betur eiga heima í vösum þeirra. Miðflokkurinn ætlar að forgangsraða í þágu fjölskyldna með ung börn, gera átak í málefnum leikskóla og dagforeldra til að börn komist í dagvistun við 1 árs aldur, niðurgreiða að fullu næringarríkar skólamáltíðir 6-12 ára barna og hækka frístundatyrk upp í 75 þús. kr. Miðflokkurinn mun reka ábyrga fjármálastefnu og gerir sér grein fyrir að kostnaðurinn við þessar aðgerðir verður hátt í milljarður króna á ári en bæjarfélagið hefur borð fyrir báru og getur samhliða þessu greitt niður langtímaskuldir þrátt fyrir minni álögur á bæjarbúa.Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Miðflokksins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar