Furða sig á seint framkomnu persónuverndarfrumvarpi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Alþingishúsið við Austurvöll. Vísir/GVA Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þingfundi í gær. Að þessu sinni var það seint framkomið frumvarp til persónuverndarlaga sem var skotspónninn. Frumvarpið var lagt fram á þinginu í fyrradag en með því er stefnt að innleiðingu á persónuverndarreglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins. Reglugerðin tók gildi í flestum öðrum Evrópuríkjum þann 25. maí síðastliðinn. Þar sem frumvarpið var lagt fram eftir 1. apríl þurfti að leita samþykkis þingsins til að taka það á dagskrá. Við afgreiðslu á afbrigðunum tóku stjórnarandstæðingar til máls. „Hæstvirtum ráðherra getur ekki verið alvara með að ætla þinginu viku til að ljúka jafn viðamiklu máli og hér er um að ræða. Það er í raun með ólíkindum að eftir að það var ítrekað kallað eftir því að þetta mál kæmi fram tímanlega sé verið að mæla fyrir því viku fyrir þinglok,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Nú gífuryrðin sem eru hér alltaf sett fram varðandi vinnulag eiga auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Þá benti Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á að frumvarpið hefði verið í umsagnarferli í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar og hægt hefði verið að koma athugasemdum að þar. Þorsteinn benti þá á að fyrst málið hefði legið nær tilbúið í Samráðsgáttinni hefði verið hægt að mæla mun fyrr fyrir því. Þingmönnum væri ætluð vika til að kynna sér málið frá grunni, kalla eftir athugasemdum og vinna úr málinu í nefnd. „Ég hef aldrei séð jafnmikla fádæma vanvirðingu fyrir þinginu og í þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33 Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þingfundi í gær. Að þessu sinni var það seint framkomið frumvarp til persónuverndarlaga sem var skotspónninn. Frumvarpið var lagt fram á þinginu í fyrradag en með því er stefnt að innleiðingu á persónuverndarreglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins. Reglugerðin tók gildi í flestum öðrum Evrópuríkjum þann 25. maí síðastliðinn. Þar sem frumvarpið var lagt fram eftir 1. apríl þurfti að leita samþykkis þingsins til að taka það á dagskrá. Við afgreiðslu á afbrigðunum tóku stjórnarandstæðingar til máls. „Hæstvirtum ráðherra getur ekki verið alvara með að ætla þinginu viku til að ljúka jafn viðamiklu máli og hér er um að ræða. Það er í raun með ólíkindum að eftir að það var ítrekað kallað eftir því að þetta mál kæmi fram tímanlega sé verið að mæla fyrir því viku fyrir þinglok,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Nú gífuryrðin sem eru hér alltaf sett fram varðandi vinnulag eiga auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Þá benti Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á að frumvarpið hefði verið í umsagnarferli í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar og hægt hefði verið að koma athugasemdum að þar. Þorsteinn benti þá á að fyrst málið hefði legið nær tilbúið í Samráðsgáttinni hefði verið hægt að mæla mun fyrr fyrir því. Þingmönnum væri ætluð vika til að kynna sér málið frá grunni, kalla eftir athugasemdum og vinna úr málinu í nefnd. „Ég hef aldrei séð jafnmikla fádæma vanvirðingu fyrir þinginu og í þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33 Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33
Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30