Krefjandi verkefni bíða með minni frjósemi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Rúmlega fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi á síðasta ári. Frjósemi fer á sama tíma minnkandi. Vísir/Getty Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44