Milljónir í bætur eftir tvö föll í röð við innsiglingu í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 18:43 Hríseyjarferjan Sævar. Vísir/ Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrísey Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrísey Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira