Mikil ólga innan grasrótar VG Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Frá kosningavöku Vinstri grænna fyrir alþingiskosningarnar síðastliðið haust. Vísir/Laufey Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokksmanna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnarmyndun er skiljanleg. Hins vegar er þyngri tónn í reiðinni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna„Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómaklega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokksins skiptu um skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00