Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Michael Mann skrifar 7. júní 2018 07:00 Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. Aðilar á Íslandi sem halda því fram að Evrópusambandið vilji þvinga landsmenn til að framselja fullveldi sitt til stofnana ESB hafa haldið þessum orkumálum á lofti, máli sínu til stuðnings. Evrópusambandið er meðvitað um þessar áhyggjur og tekur þær alvarlega, en hvað orkupakkann varðar eru þær algjörlega tilefnislausar.Til hagsbóta fyrir Íslendinga Nú, eins og ávallt, er mikilvægast að einblína á staðreyndir. Því miður litast umræðan um ESB oft af misskilningi eða jafnvel vísvitandi rangfærslum. Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES-samningnum, er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa verið innleiddir á Íslandi án vandkvæða. Megintilgangurinn með orkupakkanum er að veita neytendum ódýra og örugga orku með tilstilli markaðsafla og hann er ekki nokkur ógn við framkvæmd íslenskrar orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja, einangruð frá öðrum orkumörkuðum, mun landið njóta víðtækra undanþága frá flestum helstu skyldum sem fylgja nýju löggjöfinni. Auk þess mun löggjöfin í pakkanum ekki hafa nein áhrif á frelsi stjórnvalda til að ákvarða orkusamsetningu landsins. Sá réttur er tryggður í stofnsáttmála Evrópusambandsins og er hluti af EES-samningnum. Raunar eru bara nokkrar reglur í þriðja orkupakkanum sem eiga við um Ísland. Þar á meðal eru ákvæði sem varða neytendavernd, aukið gagnsæi samninga og réttinn til að skipta um orkuveitu. Það er því verulega erfitt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að þessar reglur skerði frelsi Íslendinga til að ákvarða samsetningu orkugjafa eða hvernig þær gætu á einhvern hátt verið óhagstæðar fyrir Ísland. Meintar heimildir ACER Eitt af því sem hefur vakið hvað mestar deilur í íslenskri stjórnmálaumræðu er framtíðarhlutverk samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, og sá ótti að Ísland neyðist til að framselja ákvarðanavald og fullveldi til slíkrar Evrópustofnunar. Staðreyndirnar segja þó einnig aðra sögu hvað þetta varðar. Þar sem EES er tveggja stoða kerfi munu þær valdheimildir sem ACER fer með í aðildarríkjum ESB verða á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt aðildarríkja ESA. Innan ESB er helsta hlutverk ACER að fylgjast með mörkuðum og beina tilmælum til aðildarríkja og það er aðeins í undantekningartilfellum sem ACER getur beitt valdheimildum gagnvart eftirlitsstjórnvöldum ESB-ríkja, í málum þar sem eftirlitsstjórnvöldum tveggja aðildarríkja tekst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ákvörðunum ACER er ekki beint að einkaaðilum, einungis innlendum eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjum ESB. Stofnunin hefur ekkert ákvörðunarvald yfir innlendum eftirlitsyfirvöldum í ríkjum utan ESB og myndi ekki hafa neinar heimildir hvað varðar leyfisveitingu og stjórnsýslu á Íslandi. Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að mestu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri og eiga því ekki við á Íslandi á meðan slík grunnvirki eru ekki til staðar. Þar sem ekki er um að ræða nein gagnkvæm tengsl á milli Íslands og ESB er engin þörf á að samræma regluverk Íslands og einhvers annars lands. Jafnvel þótt sæstrengur til Bretlands verði einhvern tíma að veruleika myndi það ekki tengja Ísland við ESB-markaðinn þar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og með mars á næsta ári. Ekkert nýtt varðandi niðurgreiðslur Einnig hefur verið lýst yfir áhyggjum af því að ESB muni í framtíðinni geta haft afskipti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við tilteknar dreifiveitur. Þriðji pakkinn felur þó ekki í sér neinar nýjar skyldur varðandi niðurgreiðslu á orkugjöfum. Reglur um opinbera styrki lúta enn ákvæðum um ríkisaðstoð sem tilgreind eru í sérstakri löggjöf sem íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu samþykkt. Merki um náið og gott samband Evrópusambandið fagnar alltaf heilbrigðum skoðanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram við að tryggja að EES-ríki utan ESB, svo sem Ísland, geti sætt sig við reglubreytingar. Það er þess vegna sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanþágur frá þriðja orkupakkanum. Það var okkur ánægjuefni að óháður ráðgjafi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skyldi komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi ekki að óttast þessar nýjustu breytingar. Ég vona að þessi greinarskrif geti átt þátt í að hefja opinskáa og heiðarlega umræðu um orkupakkann á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda. Við lítum á innleiðingu nýju orkulöggjafarinnar á Íslandi sem enn eitt merki um að samband Íslands og ESB sé náið og báðum aðilum til góða.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Orkumál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. Aðilar á Íslandi sem halda því fram að Evrópusambandið vilji þvinga landsmenn til að framselja fullveldi sitt til stofnana ESB hafa haldið þessum orkumálum á lofti, máli sínu til stuðnings. Evrópusambandið er meðvitað um þessar áhyggjur og tekur þær alvarlega, en hvað orkupakkann varðar eru þær algjörlega tilefnislausar.Til hagsbóta fyrir Íslendinga Nú, eins og ávallt, er mikilvægast að einblína á staðreyndir. Því miður litast umræðan um ESB oft af misskilningi eða jafnvel vísvitandi rangfærslum. Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES-samningnum, er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa verið innleiddir á Íslandi án vandkvæða. Megintilgangurinn með orkupakkanum er að veita neytendum ódýra og örugga orku með tilstilli markaðsafla og hann er ekki nokkur ógn við framkvæmd íslenskrar orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja, einangruð frá öðrum orkumörkuðum, mun landið njóta víðtækra undanþága frá flestum helstu skyldum sem fylgja nýju löggjöfinni. Auk þess mun löggjöfin í pakkanum ekki hafa nein áhrif á frelsi stjórnvalda til að ákvarða orkusamsetningu landsins. Sá réttur er tryggður í stofnsáttmála Evrópusambandsins og er hluti af EES-samningnum. Raunar eru bara nokkrar reglur í þriðja orkupakkanum sem eiga við um Ísland. Þar á meðal eru ákvæði sem varða neytendavernd, aukið gagnsæi samninga og réttinn til að skipta um orkuveitu. Það er því verulega erfitt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að þessar reglur skerði frelsi Íslendinga til að ákvarða samsetningu orkugjafa eða hvernig þær gætu á einhvern hátt verið óhagstæðar fyrir Ísland. Meintar heimildir ACER Eitt af því sem hefur vakið hvað mestar deilur í íslenskri stjórnmálaumræðu er framtíðarhlutverk samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, og sá ótti að Ísland neyðist til að framselja ákvarðanavald og fullveldi til slíkrar Evrópustofnunar. Staðreyndirnar segja þó einnig aðra sögu hvað þetta varðar. Þar sem EES er tveggja stoða kerfi munu þær valdheimildir sem ACER fer með í aðildarríkjum ESB verða á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt aðildarríkja ESA. Innan ESB er helsta hlutverk ACER að fylgjast með mörkuðum og beina tilmælum til aðildarríkja og það er aðeins í undantekningartilfellum sem ACER getur beitt valdheimildum gagnvart eftirlitsstjórnvöldum ESB-ríkja, í málum þar sem eftirlitsstjórnvöldum tveggja aðildarríkja tekst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ákvörðunum ACER er ekki beint að einkaaðilum, einungis innlendum eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjum ESB. Stofnunin hefur ekkert ákvörðunarvald yfir innlendum eftirlitsyfirvöldum í ríkjum utan ESB og myndi ekki hafa neinar heimildir hvað varðar leyfisveitingu og stjórnsýslu á Íslandi. Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að mestu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri og eiga því ekki við á Íslandi á meðan slík grunnvirki eru ekki til staðar. Þar sem ekki er um að ræða nein gagnkvæm tengsl á milli Íslands og ESB er engin þörf á að samræma regluverk Íslands og einhvers annars lands. Jafnvel þótt sæstrengur til Bretlands verði einhvern tíma að veruleika myndi það ekki tengja Ísland við ESB-markaðinn þar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og með mars á næsta ári. Ekkert nýtt varðandi niðurgreiðslur Einnig hefur verið lýst yfir áhyggjum af því að ESB muni í framtíðinni geta haft afskipti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við tilteknar dreifiveitur. Þriðji pakkinn felur þó ekki í sér neinar nýjar skyldur varðandi niðurgreiðslu á orkugjöfum. Reglur um opinbera styrki lúta enn ákvæðum um ríkisaðstoð sem tilgreind eru í sérstakri löggjöf sem íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu samþykkt. Merki um náið og gott samband Evrópusambandið fagnar alltaf heilbrigðum skoðanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram við að tryggja að EES-ríki utan ESB, svo sem Ísland, geti sætt sig við reglubreytingar. Það er þess vegna sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanþágur frá þriðja orkupakkanum. Það var okkur ánægjuefni að óháður ráðgjafi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skyldi komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi ekki að óttast þessar nýjustu breytingar. Ég vona að þessi greinarskrif geti átt þátt í að hefja opinskáa og heiðarlega umræðu um orkupakkann á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda. Við lítum á innleiðingu nýju orkulöggjafarinnar á Íslandi sem enn eitt merki um að samband Íslands og ESB sé náið og báðum aðilum til góða.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun