Sjá til lands í viðræðum á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Þingið hefur starfað með afar óvenjulegum hætti eftir eldhúsdagsumræður. Vísir/Sigtryggur Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00
„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08