Tólfumenn drifu sig í bólusetningu fyrir HM Sighvatur skrifar 7. júní 2018 06:00 Meðlimir Tólfunnar undirbúa sig nú fyrir HM og hafa stjórnarmenn meðal annars drifið sig í bólusetningu áður en þeir halda utan. Vísir/Ernir Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00
Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01
Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00