Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2018 11:52 Sóttvarnalæknir segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. Vísir/Getty Sóttvarnalæknir frétti fyrst af mislingatilfellinu í áætlunarferðum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaki nú mislingatilfelli sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir en hann segir sóttvarnasvið embættis landlæknis leita nú að staðfestingu á að þessar fregnir frá Kanada séu réttar. „Við viljum ekki setja af stað neina vinnu nema þetta sé örugglega rétt. Við erum í samstarfi við Icelandair og erum að hefja þá vinnu,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa heyrt í fulltrúum Icelandair í morgun en þeir fengu enga tilkynningu frá Kanada um málið.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁN„Og komu þess vegna alveg eins af fjöllum eins og allir aðrir,“ segir Þórólfur. Hann segir embættið ekki hafa borist neinar upplýsingar um mislingasmit hér á landi eftir þetta atvik en bendir á að læknar séu ekki vanir að sjá mislinga í sjúklingum og þess vegna ekki það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir reyna að greina hvaða amar að fólki. Þórólfur segir að þess vegna hefði verið mikilvægt að fá tilkynningu frá Kanada um þetta mál þannig að hægt væri að vara þá farþega við sem voru í áætlunarferðum Icelandair. Þannig gætu þeir leitað til læknis með þær upplýsingar ef þeir veikjast. „Þá greinist þetta mikið fyrr og hægt að bregðast við fyrr,“ segir Þórólfur sem bendir á að Kanadamönnum beri skylda til að tilkynna svona mál. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og er farþegum sem deildu flugvél með manninum ráðlagt að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki smitast af mislingunum. Maðurinn hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar í eftirtöldum flugferðum taldir kunna að vera í hættu.Flug Ukraine International Airlines númer PS423 frá Kænugarði til Berlín.Flug Icelandair númer FI529 frá Berlín til Keflavíkur.Flug Icelandair númer FI603 frá Keflavík til Toronto. Var greint frá því í morgun að hver sem komist hefur í tæri við mislinga, hefur ekki fengið tvo skammta af mislingabóluefni eða aldrei áður smitast af mislingum sé í áhættuhópi. Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sóttvarnalæknir frétti fyrst af mislingatilfellinu í áætlunarferðum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaki nú mislingatilfelli sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir en hann segir sóttvarnasvið embættis landlæknis leita nú að staðfestingu á að þessar fregnir frá Kanada séu réttar. „Við viljum ekki setja af stað neina vinnu nema þetta sé örugglega rétt. Við erum í samstarfi við Icelandair og erum að hefja þá vinnu,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa heyrt í fulltrúum Icelandair í morgun en þeir fengu enga tilkynningu frá Kanada um málið.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁN„Og komu þess vegna alveg eins af fjöllum eins og allir aðrir,“ segir Þórólfur. Hann segir embættið ekki hafa borist neinar upplýsingar um mislingasmit hér á landi eftir þetta atvik en bendir á að læknar séu ekki vanir að sjá mislinga í sjúklingum og þess vegna ekki það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir reyna að greina hvaða amar að fólki. Þórólfur segir að þess vegna hefði verið mikilvægt að fá tilkynningu frá Kanada um þetta mál þannig að hægt væri að vara þá farþega við sem voru í áætlunarferðum Icelandair. Þannig gætu þeir leitað til læknis með þær upplýsingar ef þeir veikjast. „Þá greinist þetta mikið fyrr og hægt að bregðast við fyrr,“ segir Þórólfur sem bendir á að Kanadamönnum beri skylda til að tilkynna svona mál. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og er farþegum sem deildu flugvél með manninum ráðlagt að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki smitast af mislingunum. Maðurinn hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar í eftirtöldum flugferðum taldir kunna að vera í hættu.Flug Ukraine International Airlines númer PS423 frá Kænugarði til Berlín.Flug Icelandair númer FI529 frá Berlín til Keflavíkur.Flug Icelandair númer FI603 frá Keflavík til Toronto. Var greint frá því í morgun að hver sem komist hefur í tæri við mislinga, hefur ekki fengið tvo skammta af mislingabóluefni eða aldrei áður smitast af mislingum sé í áhættuhópi. Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent