Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Jóhann Óli Eiðsson, Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 6. júní 2018 06:00 Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. VÍSIR/VILHELM Veiðigjaldafrumvarp meirihlutans, sem sett hefur þingstörf í uppnám, mun líklega ekki verða að lögum í óbreyttri mynd, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formenn stjórnmálahreyfinganna sem sæti eiga á Alþingi sátu á rökstólum í bakherbergjum þingsins lungann úr gærdeginum og reyndu að komast að sameiginlegri niðurstöðu um tilhögun þingstarfa næstu daga og þinglok í kjölfarið. Þegar Fréttablaðið fór í prentun sátu formenn flokkanna enn á fundi til að reyna að ná lendingu. Samkvæmt heimildum blaðsins er vilji innan Vinstri grænna til að semja um að veiðigjaldafrumvarpið nái ekki fram að ganga í óbreyttri mynd og þannig slá á hnútinn í viðræðum flokkanna.Sjá einnig: Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Vonir standa hins vegar til að hækkun persónuafsláttar á litlu útgerðirnar í landinu nái fram að ganga. Þannig verði fallið frá flatri krónutölulækkun á allar útgerðir. Heimildarákvæði þess efnis að ríki sé heimilt að innheimta veiðigjöld af útgerðinni á næsta fiskveiðiári verður svo framlengt um eitt ár og mun það bíða sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að leggja fram nýtt frumvarp um veiðigjöld næsta haust. Einnig eru fleiri stór mál sem þingið þarf að klára. Ber þar hæst ríkisfjármálaáætlun og nýja persónuverndarlöggjöf. Ekki eru taldar miklar líkur á að þessi mál flækist fyrir þinglokum þó þingmenn vilji líklega ræða málin nokkuð í þingsal. Venjan er að stjórnarandstaðan fái nokkur slík mál til meðferðar. Hins vegar er stjórnarandstaðan ekki samstíga um hvaða mál eigi að fá þinglega meðferð. Þingmenn Miðflokksins viljað ræða mál þess efnis að húsnæðisliður hverfi úr vísitölu neysluverðs á meðan Samfylkingin leggur áherslu á að ræða ný barnalög.Stíft fundað um veiðigjaldahnútinn Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda mun lækka greiðslur lítilla útgerða um tæp 47 prósent. Lækkun veiðigjalds þeirra að teknu tilliti til afslátta mun miðað við áætlun Fréttablaðsins vera á bilinu 140 til 190 milljónir króna. Til samanburðar er varleg áætlun áhrifa fyrirhugaðrar lækkunar á álögð veiðigjöld HB Granda um 200 milljónir króna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, biðlaði til forsætisráðherra að finna lausn á þeim hnút sem málið er í inni á þinginu. „Á síðustu metrum þingsins er erfitt að fá svona frumvarp sem er keyrt beint í gegnum þingið, það á að keyra þetta ofan í kokið á okkur og við verðum að gleypa það hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þorgerður.Stíf fundahöld formanna flokkanna sem og formanna þingflokka í gær skiluðu litlum árangri þar sem reynt var að miðla málum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leituðust stjórnarflokkarnir við að ná lendingu í veiðigjaldamálinu og voru tilbúnir að semja um að frumvarpið yrði afturkallað að einhverju leyti. Lækkun til meðalstórra útgerða nemur 43 prósentum að teknu tilliti til afslátta. Mun lækkunin til þeirra nema 250-290 milljónum. Því má gera ráð fyrir að 15 til 20 prósent fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda muni lenda í vasa lítilla og meðalstórra útgerða en afgangurinn renni til stærri útgerða. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að um helmingur lækkunarinnar skilaði sér til tíu stærstu útgerðanna.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra var spurður hvort það væri ekki staðreynd að stærri fyrirtækin fengju mestan afslátt í krónum talið. „Það er staðreynd að veiðigjald er lagt á hvert kíló af lönduðum afla en þannig hefur það verið frá því veiðigjaldið var fyrst lagt á árið 2004. Breytingar á álagningu gjaldsins koma því hlutfallslega jafnt út fyrir öll sjávarútvegsfyrirtæki. Hins vegar er sérstaklega komið til móts við litlar og meðalstórar útgerðir í þessu frumvarpi.“ Eðli málsins samkvæmt liggja tölur um álagt veiðigjald vegna strandveiða ekki fyrir og var reiknað með að þeir sem þær stunda myndu greiða frá 300 milljónum til 500 milljóna út frá fyrirliggjandi gögnum fyrir fiskveiðiárið 2016-17 en efri mörk þeirrar áætlunar eru í hæsta lagi. Niðurstöður útreikninganna stemma við þær forsendur sem fram koma í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Í útreikningunum er ekki tekið tillit til mögulegrar lækkunar einstakra útgerða vegna kvótakaupa.Forsendur útreiknings Útreikningar Fréttablaðsins byggja á gögnum frá Fiskistofu um álagt veiðigjald frá september 2017 til mars 2018. Við útreikningana voru veiðigjöld fyrir afgang fiskveiðiársins, það er fyrir tímabilið apríl til september 2018, hóflega áætluð. Eðli málsins samkvæmt liggja tölur um álagt veiðigjald vegna strandveiða ekki fyrir og var reiknað með að vegna þeirra hefðu komið í ríkissjóð frá 300 milljónum til 500 milljóna út frá fyrirliggjandi gögnum fyrir fiskveiðiárið 2016-17. Efri mörk þeirrar áætlunar eru í hæsta lagi. Niðurstöður útreikninganna stemma við þær forsendur sem fram koma í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Í útreikningunum er ekki tekið tillit til mögulegrar lækkunar einstakra útgerða vegna kvótakaupa. Við skiptingu útgerða í flokka var miðað við að litlar útgerðir væru þær sem greiddu veiðigjöld að 5,5 milljónum á fiskveiðiárinu 2017-18. Meðalstórar útgerðir eru þær sem koma til með að greiða 5,5 til 30 milljónir og stórar útgerðir þær sem greiða meira en það. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp meirihlutans, sem sett hefur þingstörf í uppnám, mun líklega ekki verða að lögum í óbreyttri mynd, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formenn stjórnmálahreyfinganna sem sæti eiga á Alþingi sátu á rökstólum í bakherbergjum þingsins lungann úr gærdeginum og reyndu að komast að sameiginlegri niðurstöðu um tilhögun þingstarfa næstu daga og þinglok í kjölfarið. Þegar Fréttablaðið fór í prentun sátu formenn flokkanna enn á fundi til að reyna að ná lendingu. Samkvæmt heimildum blaðsins er vilji innan Vinstri grænna til að semja um að veiðigjaldafrumvarpið nái ekki fram að ganga í óbreyttri mynd og þannig slá á hnútinn í viðræðum flokkanna.Sjá einnig: Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Vonir standa hins vegar til að hækkun persónuafsláttar á litlu útgerðirnar í landinu nái fram að ganga. Þannig verði fallið frá flatri krónutölulækkun á allar útgerðir. Heimildarákvæði þess efnis að ríki sé heimilt að innheimta veiðigjöld af útgerðinni á næsta fiskveiðiári verður svo framlengt um eitt ár og mun það bíða sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að leggja fram nýtt frumvarp um veiðigjöld næsta haust. Einnig eru fleiri stór mál sem þingið þarf að klára. Ber þar hæst ríkisfjármálaáætlun og nýja persónuverndarlöggjöf. Ekki eru taldar miklar líkur á að þessi mál flækist fyrir þinglokum þó þingmenn vilji líklega ræða málin nokkuð í þingsal. Venjan er að stjórnarandstaðan fái nokkur slík mál til meðferðar. Hins vegar er stjórnarandstaðan ekki samstíga um hvaða mál eigi að fá þinglega meðferð. Þingmenn Miðflokksins viljað ræða mál þess efnis að húsnæðisliður hverfi úr vísitölu neysluverðs á meðan Samfylkingin leggur áherslu á að ræða ný barnalög.Stíft fundað um veiðigjaldahnútinn Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda mun lækka greiðslur lítilla útgerða um tæp 47 prósent. Lækkun veiðigjalds þeirra að teknu tilliti til afslátta mun miðað við áætlun Fréttablaðsins vera á bilinu 140 til 190 milljónir króna. Til samanburðar er varleg áætlun áhrifa fyrirhugaðrar lækkunar á álögð veiðigjöld HB Granda um 200 milljónir króna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, biðlaði til forsætisráðherra að finna lausn á þeim hnút sem málið er í inni á þinginu. „Á síðustu metrum þingsins er erfitt að fá svona frumvarp sem er keyrt beint í gegnum þingið, það á að keyra þetta ofan í kokið á okkur og við verðum að gleypa það hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þorgerður.Stíf fundahöld formanna flokkanna sem og formanna þingflokka í gær skiluðu litlum árangri þar sem reynt var að miðla málum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leituðust stjórnarflokkarnir við að ná lendingu í veiðigjaldamálinu og voru tilbúnir að semja um að frumvarpið yrði afturkallað að einhverju leyti. Lækkun til meðalstórra útgerða nemur 43 prósentum að teknu tilliti til afslátta. Mun lækkunin til þeirra nema 250-290 milljónum. Því má gera ráð fyrir að 15 til 20 prósent fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda muni lenda í vasa lítilla og meðalstórra útgerða en afgangurinn renni til stærri útgerða. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að um helmingur lækkunarinnar skilaði sér til tíu stærstu útgerðanna.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra var spurður hvort það væri ekki staðreynd að stærri fyrirtækin fengju mestan afslátt í krónum talið. „Það er staðreynd að veiðigjald er lagt á hvert kíló af lönduðum afla en þannig hefur það verið frá því veiðigjaldið var fyrst lagt á árið 2004. Breytingar á álagningu gjaldsins koma því hlutfallslega jafnt út fyrir öll sjávarútvegsfyrirtæki. Hins vegar er sérstaklega komið til móts við litlar og meðalstórar útgerðir í þessu frumvarpi.“ Eðli málsins samkvæmt liggja tölur um álagt veiðigjald vegna strandveiða ekki fyrir og var reiknað með að þeir sem þær stunda myndu greiða frá 300 milljónum til 500 milljóna út frá fyrirliggjandi gögnum fyrir fiskveiðiárið 2016-17 en efri mörk þeirrar áætlunar eru í hæsta lagi. Niðurstöður útreikninganna stemma við þær forsendur sem fram koma í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Í útreikningunum er ekki tekið tillit til mögulegrar lækkunar einstakra útgerða vegna kvótakaupa.Forsendur útreiknings Útreikningar Fréttablaðsins byggja á gögnum frá Fiskistofu um álagt veiðigjald frá september 2017 til mars 2018. Við útreikningana voru veiðigjöld fyrir afgang fiskveiðiársins, það er fyrir tímabilið apríl til september 2018, hóflega áætluð. Eðli málsins samkvæmt liggja tölur um álagt veiðigjald vegna strandveiða ekki fyrir og var reiknað með að vegna þeirra hefðu komið í ríkissjóð frá 300 milljónum til 500 milljóna út frá fyrirliggjandi gögnum fyrir fiskveiðiárið 2016-17. Efri mörk þeirrar áætlunar eru í hæsta lagi. Niðurstöður útreikninganna stemma við þær forsendur sem fram koma í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Í útreikningunum er ekki tekið tillit til mögulegrar lækkunar einstakra útgerða vegna kvótakaupa. Við skiptingu útgerða í flokka var miðað við að litlar útgerðir væru þær sem greiddu veiðigjöld að 5,5 milljónum á fiskveiðiárinu 2017-18. Meðalstórar útgerðir eru þær sem koma til með að greiða 5,5 til 30 milljónir og stórar útgerðir þær sem greiða meira en það.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00