Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Katrín segir að taka verði mið af því að afkoma í sjávarútvegsgeiranum hafi farið versnandi Vísir/Sigtryggur „Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19